Ertu að hugsa um að selja þína eign?

Tíminn og verðið sem þú selur á er háð nokkrum lykilþáttum, þar á meðal framsetningu, markaðsaðferðum, staðsetningu, ástandi og markaðsþróun. Góður fasteignasali leiðbeinir þér í gegnum ferlið.

Góð ráð við sölu á fasteign

Vönduð og rétt verðlagning

Þetta er einn mikilvægasti þátturinn í því að selja eign þína hratt og fyrir besta mögulega verðið. Ofverðlagning eignar þinnar mun mögulega fæla hugsanlega kaupendur frá á meðan undirverðlagning mun skila minna verði en þú hefðir getað fengið. Góður fasteignasali getur hjálpað þér að verðleggja eign þína á samkeppnishæfu verði.

Undirbúningur á fasteign fyrir sölu

þegar kemur að því að selja eign skipta fyrstu kynni sköpum. Um leið og hugsanlegir kaupendur nálgast eignina byrja þeir að mynda sér skoðun. Nauðsynlegt er að tryggja að eignin líti sem best út að utan og innan.

Snyrtu garðinn, hreinsaðu innkeyrsluna og fjarlægðu óþarfa dót. Haltu grasinu snyrtilegu á sumrin og tryggðu að göngustígar séu snjólausir á veturna.

Passaðu upp á að allt sé snyrtilegt innanhúss. Góð lykt skiptir máli. Hreinsaðu gólfin, lágmarkaðu lausa hluti á hirslum og borðum. Hafðu góða lýsingu, opnaðu gluggatjöld til að hleypa inn sólarljósi, skiptu um perur og feldu rafmagnssnúrur.

Fagleg og vönduð myndataka

Myndirnar sem þú notar til að markaðssetja eign þína munu vera það fyrsta sem hugsanlegir kaupendur sjá, vertu viss um að þær séu í góðum gæðum og sýni eignina þína í sínu besta ljósi. Mikilvægt er að fá fagljósmyndara í að mynda eignina.

Finna góðann fasteignasala

Góður fasteignasali aðstoðar þig við að verðleggja eignina þína rétt, markaðsetja hana og semja við hugsanlega kaupendur. Það skiptir miklu máli að velja fasteignasala með reynslu og góða þekkingu sem hefur þína hagsmuni að leiðarljósi.

Fá frítt fasteignaverðmat

Fylltu út formið og við verðum í sambandi
Veldu tíma og dagsetningu
Fyrirspurn móttekin.
Úps.. eitthvað fór úrskeiðis. Hafið samband í síma!